Vínfinnur

Vínfinnur

Vínfinnur Logo

Um Vínfinn

Vínfinnur hjálpar þér að finna rétta vínið, hvort sem þú vilt gæðavín á hagstæðasta verðinu, nýtt vín frá ákveðnu landi, vín fyrir veisluna, vín með matnum eða fyrir hvaða tilefni sem er.

Hvernig?

Vínfinnur safnar upplýsingum um vín frá helstu vínverslunum á Íslandi og parar þær við gögn frá Vivino, stærsta vínsamfélag heims.


Vínfinnur notar svo gagnadrifna aðferð til að reikna út “verðeinkunn” víns, út frá verði, Vivino einkunn og flokki (rauðvín, hvítvín, o.s.frv.).

Þú getur síðan notað síurnar og leitina til að finna nákvæmlega rétta vínið fyrir þig, hvort sem þú vilt ódýrt hvítvín fyrir kvöldið eða hágæða rauðvín fyrir sérstök tilefni.


Hafa ber í huga að verðeinkunn segir ekki allt, smekkur fólks er mismunandi. Þessi síða er góð leið til að finna nýtt vín til að smakka og gerir vonandi heim vínsins aðgengilegri.

Í vinnslu

Síðan er ný og enn í vinnslu, bæði ný virkni og fleiri verslanir munu bætast við með tímanum.


Ef þú ert með hugmyndir, athugasemdir eða bara langar að senda okkur línu, endilega heyrðu í okkur!

info@vinfinnur.is